top of page

Um okkur

Dalasetur er staðsett í Unadal í Skagafirði, skammt frá Hofsós. Vegurinn frá Hofsós er tæplega 4 kílómetra langur malarvegur og innst í dalnum eru 3 gestahús sem standa saman á litlu landi sem heitir Helgustaðir.

Á landinu stendur annað hús og fleiri byggingar. Markmið okkar með svæðið er að byggja það upp sem heilsusetur svo gestir okkar geta notið sín enn frekar hjá okkur í framtíðinni. Við komum fyrst á svæðið um aldamótin 2000 og síðan þá höfum við grætt upp landið með trjám og gróðri.

Við opnuðum Dalasetur sumarið 2022 eftir 3 ára framkvæmdir. 3 júni 2023 opnuðum við kaffihús í gróðurhúsi sem við köllum Dalakaffi þar sem við bjóðum upp á íslenkst bakkelsi og kökur. Við bjóðum upp á bragðgóðar súpur og kaffi. Dalakaffi mun aðeins vera opið yfir sumartímann og verður opið fyrir alla sem leggja leið til okkar í Unadal.

Markmið okkar í framtíðinni er að opna potta svæði fyrir gestahúsin og hægt verður að panta tíma í jóga og heilsunudd innan sama reitar.

Dalasetur er kyrrlátur og friðsæll staður í Unadal sem er tilvalinn fyrir alla þá sem vilja njóta sín í fallegu og björtu bjálkahúsi, úti í náttúrunni hvort sem það er að fara í fjallgöngu, frisbígólf, saunu eða bara slaka á í heitu náttúrulauginni sem liggur við árbakkann.

Við erum tveir sem eigum og rekum þennan stað og er markmið okkar að þú njótir þín sem allra best, náir góðri afslöppun til að fullhlaða batteríin. Einkunnar orð okkar eru..

 

Komdu sem gestur og ferð sem vinur.

Daníel Þórarinsson

Stefán Óskar Hólmarsson

Yogi (Vaktstjórinn)

IMG_0539.JPG
bottom of page