Húsin eru um 50 fermetrar og geta hýst allt að sex gesti
Húsin okkar 3 eru bjálkahús, hvert um sig tæpir 50 fm sem byggð eru á steyptum grunni. Í gólfum er hiti sem hægt er að stýra í hverju rými fyrir sig. Húsið er með einn aðalinngang og komið er inn forstofu sem liggur að aðalrýminu. Aðalrýmið samanstendur af 6 manna borðstofuborði, fullbúnu eldhúsi með flestum nauðsynlegum heimilistækjum.
Svefnsófi er innst í rýminu og sjónvarp beint á móti. Tvö svefnherbergi eru í húsinu og er annað stærra en hitt. Tvær manneskjur geta gist í hverju herbergi fyrir sig og tveir geta gist í svefnsófa. Baðherbergi rúmar vel klósett og vask með aðgengilegri sturtu.
Gjafabréf
Við bjóðum upp á gjafabréf fyrir Dalasetur og Dalakaffi. Sentu á okkur Gmail til að kaupa gjafabréfið.
Við getum gert persónulega texta fyrir þig, sentu á okkur hvað það á að vera.
























































Heilsunudd
Við bjóðum upp á nudd fyrir þá gesti sem gista hjá okkur. Þegar þú kemur til okkar færðu nánari upplýsingar um nuddið og hvernig best er að panta tíma.
Láttu okkur um að dekra við þig!