top of page
dalasetur-entrance.jpg

Komið sem gestir

 Farið sem vinir

Sumartilboð!

3 nætur fyrir 2.

​Bókaðu 2 nætur og fáðu 3 frítt

​Ágúst - September

Dalakaffi er Lokað frá
september - maí 

Fyrir meiri upplýsingar.

Húsin eru um 50 fermetrar og geta hýst allt að 4 gesti

Húsin okkar 3 eru bjálkahús, hvert um sig tæpir 50 fm sem byggð eru á steyptum grunni. Í gólfum er hiti sem hægt er að stýra í hverju rými fyrir sig. Húsið er með einn aðalinngang og komið er inn forstofu sem liggur að aðalrýminu. Aðalrýmið samanstendur af 6 manna borðstofuborði, fullbúnu eldhúsi með flestum nauðsynlegum heimilistækjum.

Svefnsófi er innst í rýminu og sjónvarp beint á móti. Tvö svefnherbergi eru í húsinu og er annað  stærra en hitt. Tvær manneskjur geta gist í hverju herbergi fyrir sig og tveir geta gist í svefnsófa. Baðherbergi rúmar vel klósett og vask með aðgengilegri sturtu.

Heilsunudd

Gjafabréf

Við bjóðum upp á gjafakort fyrir Dalasetur og Dalakaffi.

Við bjóðum upp á nudd fyrir þá gesti sem gista hjá okkur. Þegar þú kemur til okkar færðu nánari upplýsingar um nuddið og hvernig best er að panta tíma. 

Láttu okkur um að dekra við þig!

 

Accommodations

Veitingastaðir og afþreying sem við mælum með

hofsos-swimmingpool.JPG

5 mínútna akstur

Sundlaugin á Hofsósi

Sundlaugin á Hofsósi er á hraðri uppleið að verða ein þekktasta laug landsins sem og vinsælasti ferðamannastaður Skagafjarðar.

holar-cathedral.webp

25 mínútna akstur

Hóladómkirkja

Hólar eru einn sögufrægasti staður Íslands og biskupssetur um aldir. Kirkja hefur staðið á Hólum frá 11. öld, en núverandi kirkja var reist 1763. 

retro-mathus.jpg

5 mínútna akstur

Retro Mathús

Retro Mathús er hlýlegur veitingastaður sem matreiðir einfaldan og góðan mat handa öllum, eldaður úr gæða hráefnum. Húsið heitir Baldurshagi og býr yfir 100 ára sögu.

Okkar gestir fá 10% afslátt.

ks-hofsos.jpg

5 mínútna akstur

KS - Matvörur og eldsneyti

KS er opið allt árið og bíður upp á matvöru, bílavörur, leikföng og margt fleira.

N1 selur eldsneyti.

Hver við erum og fyrir hvað við stöndum

Helsta forgangsverkefni okkar er að þú njótir dvalarinnar og geti slakað á og hlaðið batteríin.

Markmið okkar er að þú komir sem gestur og farir sem vinur. 

Contact
bottom of page